Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 601  —  332. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Teiti Birni Einarssyni um Súðavíkurhlíð.


     1.      Hve oft hefur verið ófært milli Ísafjarðar og Súðavíkur (og þar af leiðandi milli Ísafjarðar og Reykjavíkur) á ári sökum tafa eða lokana á Súðavíkurhlíð síðastliðin tíu ár?
    Í töflu að aftan er sýnt hversu oft hefur verið ófært milli Ísafjarðar og Súðavíkur á ári sökum lokana á Súðavíkurhlíð undanfarin tíu ár.

Ár Dagar Klukkustundir
2012 12 165
2013 7 111
2014 6 58
2015 15 140
2016 6 75
2017 4 36
2018 11 108
2019 3 26
2020 28 329
2021 6 80
2022 17 181

     2.      Hvað hefur Vegagerðin og eftir atvikum hlutaðeigandi sveitarfélög, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur, ráðstafað miklum fjármunum í viðhald, viðbætur og mokstur á veginum við Súðavíkurhlíð til að halda honum ökufærum á síðastliðnum tíu árum?
    Kostnaður Vegagerðarinnar vegna viðhalds, viðbóta og moksturs á veginum við Súðavíkurhlíð er sem segir í töflu að aftan. Ekki er talinn kostnaður við holuviðgerðir og annað minna viðhald sem er ekki skipt eftir vegarköflum.

Verkefni Tímabil Heildarkostnaður
Snjóflóðavarnir 2016–2019 199 millj. kr.
Styrkingar (sementsfestun) 2013 91 millj. kr.
Snjóflóðavarnir 2022 34 millj. kr.
Viðhald slitlaga, kafli 61–38 2013–2023 33 millj. kr.
Vetrarþjónusta * 2010–2022 117 millj. kr.
Samtals 474 millj. kr.
* Vetrarþjónusta er áætluð þar sem Súðavík–Bolungarvík er einn kafli í þjónustu og allur kostnaður bókast á sama viðfang, þ.e.a.s. á allan kaflann.

    Vegurinn flokkast sem þjóðvegur og er veghald hans því á forræði Vegagerðarinnar. Sveitarfélögin Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur hafa ekki ráðstafað sérstökum fjármunum í viðhald, viðbætur og mokstur á veginum.